Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hyggst segja upp 30 þúsund stafsmönnum fyrirtækisins. Þar af 23 þúsund manns sem starfa í Þýskalandi. Frá þessu er greint í frétt BBC .

Fyrirtækið sem er enn að glíma við vandamál vegna skandallamáls sem skók fyrirtækið í fyrra vegna ólöglegra útblástursmæla, sem villtu fyrir eftirlitsaðilum. Áætlað er að niðurskurðurinn spari fyrirtækinu um 3,7 milljarða evra.

Volkswagen hyggst enn fremur einbeita sér að framleiðslu á rafmagnsbílum og á sjálfkeyrandi bílum og stefna að því að skapa um 9 þúsund störf. Starfsmenn Volkswagen um þessar mundir eru um 610 þúsund og starfa í 31 landi. í Þýskalandi starfa 120 þúsund fyrir Volkswagen og því yrði skorið niður 25% af vinnuafli fyrirtækisins í Þýskalandi.