Loksins, loksins, myndi einhver segja; kemur Volkswagen fram með jeppling sem er sú gerð bíla sem allt snýst um í Evrópu í dag. VW-menn eru kannski seinir til en þeir ætla sér væna sneið af markaðinum og telja sig ná henni með því að bjóða fram valkost sem er stútfullur af tækni en um leið á samkeppnisfæru verði við helstu keppinauta, ekki síst Toyota RAV4. Þetta er sannarlega mikilvægur bíll fyrir VW. Hann er framleiddur í nýrri verksmiðju í Wolfsburg sem heitir Auto 5.000 sem mönnuð er sérþjálfuðu starfsfólki í skilvirkri og háþróaðri framleiðsluaðstöðu.

Tiguan verður stillt upp á móti RAV4 í verði og samkeppni, altént hér á landi þar sem RAV4 ber höfuð og herðar yfir keppinautana í sölu, en sjá má á erlendum umsögnum að Tiguan er jafnvel stillt upp á móti Land Rover Freelander sem er jepplingur í premium-, eða úrvalsflokki. Það er reyndar auðskilið þegar farið er að umgangast Tiguan með öllum þeim búnaði sem hann er fáanlegur með, eins og blaðamönnum stóð til boða í Ungverjalandi fyrr í þessari viku. Viðskiptablaðið var á staðnum og prófaði þennan nýja jeppling og hreifst af aksturseiginleikunum og hugmyndinni að baki útfærslunum tveimur sem Tiguan er boðinn í.

Guðjón Guðmundsson segir frá reynsluakstir í helgarblaðinu.