Segja má að upplausn ríki á indverska þinginu eftir að verslunarkeðjan Wal-Mart greindi frá fjármunum sem fyrirtækið hefur lagt í að „lobbýa“ fyrir aðgangi keðjunnar að erlendum mörkuðum, þar á meðal í Indlandi.

Stjórnarandstaðan í Indlandi er mótfallin því að erlendum verslunarkeðjum verði heimilt að opna verslanir þar í landi og telur að það muni koma niður á smærri innlendum verslunum. Umræðan stendur í vegi þess að stjórnarmeirihlutinn nái að ganga frá ýmsum fjárhagslegum endurbótum fyrir þinglok í desember.

Einn ráðherra þar í landi hefur greint frá því að sett verði af stað rannsókn vegna málsins þar sem kannað verði til hvers fjármununum Wal-Mart var varið.