Bandaríski smásölurisinn Wal-Mart vill hefja starfsemi í Rússlandi og hyggst leita eftir samstarfi við innlenda aðila til þess að ná því markmiði, samkvæmt frétt í rússneska blaðinu Vedomosti.

Haft er eftir Mike Bratcher og Juan Figueroa, sem eru varaforsetar Wal-Mart, að fyrirtækið sé að leita eftir samstarfsaðila sem hafi sterka stöðu fyrir á markaðinum og víðfema starfsemi í Rússlandi. Þeir bættu því einnig við að það væri ákjósanlegra að starfa með einkaðilum.

Á síðasta ári sagði eigandi einkafyrirtækisins OAO Lenta, sem hefur stundum verið nefnt Wal-Mart Rússa, að bandaríska fyrirtækið hefði gert tilboð í það.