Ryder-keppnin er gríðarlega stórt „fyrirtæki“. Tekjur þess lands sem heldur mótið hverju sinni eru margfaldará við kostnaðinn.

Ryder-keppnin sem fram fór um þarsíðustu helgi er ekki aðeins frægasta golfmótið sem fram fer í heiminum á þessu ári heldur er viðburðurinn í heild risastórt fyrirtæki.

Wales, þar sem keppnin fór fram nú, hefur skipulagt viðburðinn með það fyrir augum að líta til landsins sem fyrirmyndarlands fyrir stóra íþróttaviðburði. Kostnaður við undirbúning mótsins fyrir skattgreiðendur í Wales nam um 40 milljónum punda, eða sem nemur 7,4 milljörðum króna. Það er þó aðeins brot af heildarkostnaði og umfangi mótsins, að því er segir í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC.

Celtic Manor-völlurinn var byggður sérstaklega fyrir mótið og hann kostaði einn og sér yfir 3 milljarða króna. Mikið vatnsveður gerði keppendum lífið leitt á fyrsta degi keppninnar, föstudagsins í þarsíðustu viku. Strax þá varð ljóst að keppnin myndi lengjast fram á mánudag í fyrsta sinn í sögunni.

Þetta hafði vitaskuld mikil áhrif á skipulag mótsins þar sem tugþúsundir gesta þurftu að breyta ferðaáætlunum sínum. Þá riðlaðist dagskráin líka heilmikið á mótinu með tilheyrandi áhrifum á sjónvarpsdagskrár og auglýsingar.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .