Lyfjafyrirtækið Walgreens hyggst segja upp um 4.000 störfum í Bretlandi og tímabundið hætta við arðgreiðslur sökum minni eftirspurnar. Wall Street Journal segir frá.

Félagið tilkynnti að sala hefði dregist saman um 700-750 milljónir dollara á fyrsta ársfjórðungi 2020 en sala í smásöluverslunum erlendis hefur dregist mest saman. Hlutabréfaverð Walgreens hefur lækkað um rúm 9,5% það sem af er degi.

Uppsögnin er um 7% af heildarstarfsmönnum félagsins og um 1% af heildar starfsmönnum þeirra. 48 Boots Alliance búðum, félag sem Walgreens yfirtók árið 2014, verður lokað en sala Boots hefur fallið um 70% í Bretlandi.