Forstjóri og stofnandi Iceland Foods keðjunnar, Malcolm Walker, hefur tryggt sér fjármagn til þess að gera tilboð í 77% hlut íslensku bankanna, Landsbankans og Glitnis í keðjuna. Þetta kemur fram í viðtali við Walker í Sunday Times.

Kanadíski lífeyrissjóðurinn, Alberta Investment Management, hefur gefið vilyrði fyrir láni að upphæð einum milljarði punda. Líklegt er að tilboð í Iceland verði allt að 1,5 millarði punda. Segir Walker í viðtalinu að ef hann getur keypt Iceland keðjuna ásamt lykilstarfsmönnum muni hann gera það ef rétt verð fæst fyrir hlutinn.

Í viðtalinu segir hann jafnframt að hann hyggist selja 23% hlut sinn í Iceland ef hann nær ekki að kaupa félagið.