Á Vegvísi Landsbankans að sérfræðingar Lehman Brothers telja líklegt að afhending fyrstu Boeing 787 vélarinnar geti tafist um fjóra til sex mánuði og benda á að flugvélaframleiðandinn gæti þurft að lækka afkomuspár sínar til samræmis við það.

Samkvæmt fréttavefnum ATW Online ítrekaði Boeing á mánudaginn að það sé enn markmið félagsins að standa við afhendingu fyrstu vélanna í maí 2008. Greinendur Lehman Brothers telja að það væri heppilegra fyrir Boeing að segja að þótt félagið vonist til þess að geta staðið við áætlun sé líklegt að tafir geti orðið.