Líkt og á mörkuðum í Evrópu og í Asíu þá lækkuðu helstu hlutabréfavísitölur við upphaf viðskipta á Wall Street í dag. Lækkun Nasdaq vísitölunnar og S&P 500 nemur um 2,7%.

Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti í gær um aðgerðir sem eiga að lækka vexti langtímaskuldabréfa ríkisins. Gefið var til kynna að ekki sæi fyrir endann á slæmu efnahagsástandi. Það hefur farið öfugt í markaðinn, og allar tölur eldrauður í dag.

Það sem af er degi nemur lækkun í Evrópskum Kauphöllum á bilinu 4 til 5%. FTSE 100 vísitalan hefur lækkað um 4,4%, DAX vísitalan í Þýskalandi um 4,3% og CAC 40 í Frakklandi um rúmlega 5%.