Undanfarnar vikur hefur átt sér stað undarleg öskurkeppni milli Bandaríkjaforseta, Barack Obama, og stjórnenda fjármálafyrirtækja á Wall Street. Obama hefur kallað stjórnendur á Wall Street bankabullur (e. fat-cat bankers) en stjórnendurnir skjóta föstum skotum á móti og segja að reglusetningarárátta forsetans haldi aftur af fjármálafyrirtækjum.

Það er því vandræðalegt fyrir báða aðila í þessari deilu að fjármálafyrirtækin hafa aldrei haft það jafn gott og einmitt nú, ef marka má hagnaðartölur fjármálafyrirtækja í Bandaríkjunum.

Stór hluti af hagnaðinum á valdatíð Obama kemur til vegna inngripa alríkisins í fjármálamarkaði, þar á meðal með því að dæla hundruðum milljarða dala inn í fjármálafyrirtæki á mjög lágum vöxtum. Þetta ódýra fé notuðu bankarnir svo til að fjármagna arðbærari fjárfestingar, sem skiluðu þeim myndarlegum arði.

Nánar má lesa um afkomu fyrirtækjanna á Wall Street í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.