Þegar bandarískir viðskiptablaðamenn eru spurðir að því hvaða viðskiptamiðil þeir telja áhrifamestan ber Wall Street Journal höfuð og herðar yfir alla miðla, en ekki langt undan er Bloomberg News, sem hefur stækkað ört við sig á undanförnum árum og hefur það beinlínis að markmiði að verða „áhrifamesta fréttastofa heims“.

Þar á eftir koma The New York Times, Reuters og Financial Times, sem er annar af tveimur erlendum miðlum til þess að komast á blað á þessum bandaríska „topp 10“ lista. Í þessu samhengi er rétt að nefna að Bloomberg, Reuters og Dow Jones hafa nokkra sérstöðu, því þær flytja ekki aðeins hefðbundnar fréttir og fréttaskýringar af viðskiptalífi og fjármálamörkuðum, heldur eru þær einnig helstu efnisveitur hreinna fjármálaupplýsinga, sem er afar ábatasöm starfsemi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.