„Verði þeim úthlutað leyfi verður það í fyrsta sinn sem hið kínverska fyrirtæki ræðst í olíuleit á sjó á þessu nýja svæði sem stærstu leikmenn iðnaðarins berjast nú um að komast á en hefur orðið sífellt umdeildara,“ segir í umfjöllun The Wall Street Journal um samning íslenska olíuleitarfyrirtækisins Eykon Energy ehf. við kínverska ríkisolíuleitarfyrirtækið China National Offshore Oil Corporation um samstarf við olíuleit á Drekasvæðinu. Er þar vísað til deilur við umhverfissinna sem mælt hafa á móti olíuleitinni.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í vikunni hafa samningar tekist á meðal aðilanna tveggja og bíða þeir nú þess að Orkustofnun úthluti þeim rannsóknarleyfi á Drekasvæðinu. CNOOC er eitt af stærri olíuleitarfyrirtækjum heims.