Walmart staðfesti á mánudag að skýrslugerðum og nauðsynlegum pappírum hefði verið skilað til loftvarnaráðuneytis Bandaríkjanna í þeim tilgangi að hafa löglegt tilraunaleyfi utandyra með drónavélar.

Markmið Walmart er að rannsaka leiðir til að flytja vörur milli staða innan Walmart verslana sem og til heimila viðskiptavina. Þá segist fyrirtækið þegar hafa gert tilraunir innandyra með drón.

Walmart notast við drón frá kínverska framleiðandanum SZ DJI Technology Co., stærsta drónafyrirtæki sem selur til almennra neytenda.

Flestir þekkja vörumerki Walmart, og þessi svaðilför fyrirtækisins á drónamarkaðinn kann að veita DJI einhverja athygli. Fyrirtækið kínverska er metið á einhverja 8 milljarða bandaríkjadala, og stjórna heilum 70% drónamarkaðarins.