*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Erlent 27. október 2015 11:39

Walmart horfir til drónaheimsendinga

Bandaríski verslunarrisinn Walmart horfir nú á sömu slóðir og netverslunin Amazon - til himna.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Walmart staðfesti á mánudag að skýrslugerðum og nauðsynlegum pappírum hefði verið skilað til loftvarnaráðuneytis Bandaríkjanna í þeim tilgangi að hafa löglegt tilraunaleyfi utandyra með drónavélar.

Markmið Walmart er að rannsaka leiðir til að flytja vörur milli staða innan Walmart verslana sem og til heimila viðskiptavina. Þá segist fyrirtækið þegar hafa gert tilraunir innandyra með drón.

Walmart notast við drón frá kínverska framleiðandanum SZ DJI Technology Co., stærsta drónafyrirtæki sem selur til almennra neytenda. 

Flestir þekkja vörumerki Walmart, og þessi svaðilför fyrirtækisins á drónamarkaðinn kann að veita DJI einhverja athygli. Fyrirtækið kínverska er metið á einhverja 8 milljarða bandaríkjadala, og stjórna heilum 70% drónamarkaðarins.

Stikkorð: Walmart Drón
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is