*

föstudagur, 19. júlí 2019
Erlent 5. september 2018 18:15

Walmart hyggst bjóða upp á heimsendingar

Bandaríski verslunarrisinn Walmart hyggst setja á laggirnar heimsendingarþjónustu sem mun bera heitið „Spark Delivery“.

Ritstjórn
epa

Bandaríski verslunarrisinn Walmart hyggst setja á laggirnar heimsendingarþjónustu sem mun bera heitið „Spark Delivery“. Þjónustan mun keppa við sambærilega þjónustu sem Amazon hefur boðið upp á og nefnist „Amazon Flex“. Þetta kemur fram á vef Reuters

Walmart er stærsta matvöruverslanakeðja Bandaríkjanna en þessi nýjasta viðbót keðjunnar kemur í kjölfar kaupa Amazon á Whole foods árið 2017. Í kjölfar kaupa Amazon fóru ýmsar hefðbundnar verslunarkeðjur að bjóða upp á heimsendingar af ótta við harðari samkeppni á þeim markaði.

Walmart gaf það út í mars síðastliðnum að fyrirtækið hygðist bjóða upp á heimsendingar í 100 borgum víðs vegar um Bandaríkin og þjónustan muni ná til um 40% af heimilum í landinu við árslok 2018.

Fyrirtækið hefur nú þegar gert samning við fjölmörg heimsendingarfyrirtæki meðal annars Doordash og Postmates við að útfæra þjónustuna.

Walmart hefur nú þegar sett upp heimsendingarþjónustu í Atlanta, Chicago, Denver, Miami og Seattle.

Stikkorð: Amazon Walmart