Um miðjan mánuð mun Walmart setja á laggirnar áskrifendaþjónustuna Walmart+ og því fara í samkeppni við Amazon Prime sem er um 150 milljón notendur.

Miðað við núverandi gengi verður ársgjald Walmart+ ríflega þrettán þúsund krónur og mun því meðal annars fylgja frí heimsendingarþjónusta og ódýrara eldsneyti. Þjónustan er sambærileg Delivery Unlimited sem Walmart setti fram á síðasta ári og í raun um endurmerkingu að ræða.

Vöruúrval Walmart er nokkuð stæðilegt og hafa viðskiptavinir um 160 þúsund hluti að velja úr. Hins vegar munu neytendur þurfa að panta fyrir að minnsta kosti 35 Bandaríkjadali til þess að fá fría heimsendingarþjónustu, andvirði 4.900 króna. Umfjöllun á vef New York Times .

Amazon Prime kostar ríflega 21% meira en Walmart+ eða tæplega 16 þúsund krónur. Alltaf er hægt að fá heimsendingarþjónustu, óháð hve dýr pöntunin er og  áskriftaraðilar fá aðgang að streymisveitu félagsins.