„Walmart mæður" yfirgáfu störf sín til að mótmæla fyrir framan Walmart verslanir í 20 borgum á miðvikudaginn. Mótmælendur krefjast 25.000 dollara lágmarksárslaunum, fleiri fullum störfum og að hætt verði að berjast gegn starfsmönnum sem mótmæla vinnuaðstæðum sínum.

Í vikunni kom út niðurstaða rannsóknar, sem ráðgjafafyrirtækið Demos stóð fyrir, sem sýndi fram á að 1,3 milljón kvenna sem vinna í smásölu lifa við fátækramörkum í Bandaríkjunum. Í skýrslunni kom einnig fram að ef smásölufyrirtæki í Bandaríkjunum myndu hækka laun upp í 25.000 dollara á ári, sem samsvarar 2,8 milljónum íslenskra króna á ári eða rúmum 230.000 krónum á mánuði, fyrir fullt starf gæti það lyft nærri því hálfri milljón kvenna upp fyrir fátækramörk.

Í annari skýrslu sem birt var á miðvikudag kom fram að Walmart hefur tekist að fá skattafrádrátt upp á 104 milljónir dollara, sem myndi duga fyrir ókeypis hádegismat handa 33.000 börnum á ári. Auk þess fengu átta æðstu lykilstarfsmenn Walmart yfir 298 milljónir dollara í laun milli áranna 2009 og 2014 sem eru ekki skattskyld.

Sarah Anderson, yfirmaður hjá the Institute for Policy Studies, sagði í samtali við The Guardian , að samtímis þessum gróða hjá fyrirtækinu og æðstu starfsmönnum þess borgaði fyrirtækið svo lág laun að starfsmenn þurfa að þiggja félagslegar bætur frá ríkinu.

Rannsókn Demos, sem birtist á mánudaginn, leiddi einnig í ljós að konur í smásölu fengu að meðaltali 4 dollurum lægri laun á tímann en menn og biðist frekar hlutastarf en fullt starf.