*

miðvikudagur, 27. október 2021
Erlent 21. september 2012 10:48

Walmart og Target hætta að selja Kindle

Deilur um verðlagningu lesbretta virðast vera ástæða þess að smásölurisar vestanhafs hætta að selja Kindle-bókatölvur.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Bandarísku stórverslanirnar Walmart og Target ætla báðar að hætta að selja Kindle-lesbrettið frá Amazon þegar birgðirnar hjá þeim klárast. Ástæðan fyrir því að ein vörutegund er sett út í horn með þessum hætti eru deilur um verðlagningu á græjunni.

Bandaríska fréttastofan CNN segir að þetta stórir smásalar geti haft neikvæðar afleiðingar fyrir Amazon.

Fréttastofan fékk lítið upp úr forsvarsmmönnum bæði Walmart og Target um málið að öðru leyti en því að verslununum sé treyst fyrir því að bjóða upp á fjölbreytt vöruúrval á lágu verði. Öll ákvörðun verslananna byggist á þessum forsendum. Önnur rök fékk CNN ekki.

Stikkorð: Amazon Kindle Walmart Target