Verkefnið um ábyrgar fiskveiðar Íslendinga var kynnt á sjávarútvegssýningunni í Boston sem haldin var 20.-22.mars.  Þar gaf Walmart verslunarkeðjan frá sér yfirlýsingu um breytingu á innkaupasefnu sinni á sjávarafurðum.  Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta .

Breytingarnar fela m.a. í sér að Walmart mun byggja kröfur sínar um innkaup á sjávarafurðum m.t.t. ábyrgra veiða á þeim viðmiðunum eða stöðlum sem settar eru í FAO leiðbeiningum. Þorskveiðar Íslendinga hafa verið vottaðar skv. leiðbeiningunum og einnig laxveiðar við Alaska.

Þessi breytta áhersla gæti aukið sölu á íslenskum sjávarafurðum hjá Walmart sem er lang stærsta verslunarkeðja Bandaríkjanna.

Frétt Fiskifrétta í heild sinni.