Warner Music Group Corp., Viacom Inc., og Universal Music Group eru meðal þeirra sem hafa gert tilboð í BMG Music Publishing, segir í frétt Dow Jones.

Þýski fjölmiðlarisinn Bertelsmann A.G. hyggst selja tónlistarútgáfuarm fyrirtækisins til að fjármagna endurkaup á hlutabréfum í Bertelsman að andvirði 400 milljarðar.

Talið er að tilboðin séu í kring um 130 milljarðar og er Universal talið líklegast til að tryggja sér fyrirtækið, segir í fréttinni.