Bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet segir í grein í New York Times í dag að nú sé tíminn til að kaupa hlutabréf í Bandaríkjunum.

Þannig hafi hann síðustu daga og vikur keypt nokkuð af hlutabréfum úr eigin vasa.

Buffet sagði að verð á hlutabréfum vestanhafs væri „aðlagandi“ um þessar mundir. Ef þannig yrði áfram umhorf myndu allar hans fjárfestingar í eigin nafni, s.s. fjárfestingar utan Berkshire Hathaway, vera í bandarískum eignum.

Buffet segir í grein sinni að hann hafi alltaf fylgt ákveðnu prinsippi: Vertu varkár þegar aðrir eru gráðugir og verður gráðugur þegar aðrir eru varkárir.

„Nú eru menn augljóslega varkárir og því tilvalið að grípa það tækifæri,“ skrifar Buffet.

Í grein sinni viðurkennir Buffet að efnahagsástandið sé mjög slæmt um þessar mundir og nefnir til að mynda gjaldþrot fyrirtækja og aukið atvinnuleysi.

Hann spáir því hins vegar að hlutabréf muni hækka á ný og vera jafnvel á undan hagkerfinu í heild. Þannig geti fjárfestar misst af tækifærinu ef þeir bíða of lengi.