Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í vikunni að bandaríski Seðlabankinn hefði látið fjölmarga banka gangast undir álagspróf sem segði til um hvort þeir hefðu burði til að standa af sér efnahagshremmingar.

Talið er að félag Warren Buffett, Berkshire Hathaway, muni hagnast um 1,7 milljarða bandaríkjadollara í kjölfar þess að bankinn Wells Fargo og aðrir bankar sem Buffett á hlut í komust klakklaust í gegnum fyrirlagt álagspróf. Þetta kemur fram í Financial Times.

Samkvæmt útreikingum Financial Times þá er Buffett sá fjárfestir sem mun koma til með að hagnast mest á þessum álagsprófum.

Berkshire er eitt stærsta fjárfestingarfyrirtæki sem fjárfestir í fjármálageiranum. Er fyrirtækið stærsti hluthafi í bönkum á borð við Wells Frago, Bank of America og ýmsum öðrum.