Berkshire Hathaway Inc, fjárfestingarfélagið sem Warren Buffett hefur stýrt um áratuga skeið, hefur fjárfest fyrir tæplega 11 milljarða Bandaríkjadala í tæknifyrirtækinum IBM. Buffett er reyndar þekktur fyrir að hafa forðast fjárfestingar í tæknigeiranum.

Berkshire Hathaway keypti um 5,4% af útistandandi hlutafé og byrjaði að kaupa í mars og hefur verið að auka við hlut sinn á árinu. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.

Gengi hlutabréf í IBM hefur aldrei áður verið svo hátt og miðað við lokagengi á föstudaginn er virði hlutarins tæplega 12 milljónir Bandaríkjadali.

Hér má lesa grein Wall Street Journal.