Warren Buffett er orðinn ríkasti maður heims samkvæmt nýjum lista bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Buffet veltir þar með Bill Gates úr sessi sem trónað hefur á toppi listans í 13 ár.

Auðævi Buffetts eru metin á 62 milljarða dala og segir Forbes að hann hafi hagnaðst um 10 milljarða dali á síðasta ári. Í öðru sæti listans er Carlos Slim Helu, athafnamaður frá Mexíkó. Eignir hans eru metnar á 60 milljarða dala og segir

Forbes að eignir hans hafi aukist um 11 milljarða dala síðan í mars í fyrra.

Bill Gates er hins vegar í þriðja sæti listans og hans er metinn á 58 milljarða dala.

Tveir Íslendingar, feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson. Björgólfur Thor er í 307. Sæti og Björgólfur Guðmundsson í sæti númer 1.014