The Economist hefur í fyrsta skipti metið háskóla í Bandaríkjunum. Í staðin fyrir að meta beint gæði háskólanna var ákveðið að meta skólana eftir þvi hversu arðsamir skólarnir eru fyrir nemendurnar.

Það hefur lengi verið vitað að þeir sem útskrifast úr mest þekktu skólunum, s.s. Yale og Harvard eru líklegri til að fá hærri laun við útskrift. Samkvæmt lista The Economist er skólunum raðað eftir því hvort nemendur eru líklegir til að fá hærri eða lægri laun en búist var við.

Samkvæmt þeim lista þá er Washington and Lee University arðsamasti háskólinn í Bandaríkjunum. Væntar tekjur nemenda úr þeim háskóla eru samkvæmt listanum 55.223 bandaríkjadalir á ári, en meðaltals tekjur nemenda eru í raun 77.600. Tekjur yfir  eru því 22.377 dalir umfram væntingar.

Samkvæmt sama lista er Harvard í fjórða sæti, en væntar tekjur eru 74.466 dalir, meðaltals tekjur í raun eru 87.200 dalir eða 12.573 dalir umfram væntingar.

Yale háskóli er meðal allra neðstu skóla, eða í 1.270 sæti af 1.275 skólum. Væntar tekjur úr Yale eru um 75 þúsund dalir á ári, meðaltals tekjur eru í raun um 66 þúsund dalir eða 9 þúsund undir væntingum.