Bandarísk samkeppnisyfirvöld hafa gefið samheitalyfjafyrirtækinu Watson Pharmaceuticals heimild til að kaupa Actavis. Kaupin nema 5,9 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 720 milljarða íslenskra króna. Evrópsk samkeppnisyfirvöld gáfu sitt leyfi í byrjun mánaðar. Tilkynnt var um kaup Watson á Actavis í apríl síðastliðnum.

Samkvæmt heimildinni verða bæði fyrirtækin að selja leyfi sitt fyrir framleiðslu á 18 samheitalyfjum til annarra lyfjafyrirtækja áður en af samrunanum verður.

Fram kemur í frétt Reuters-fréttastofunnar af málinu að gert sé ráð fyrir því að viðskiptin gangi í gegn öðru hvoru megin við mánaðamótin.

Eins og áður hefur komið fram fer lungi söluandvirðist Actavis upp í skuldir Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, við Deutsche Bank en bankinn fjármagnaði yfirtökuna á félaginu sumarið 2007.