Hlutabréf í lífstílsfyrirtækinu Weight Watchers féllu um 19% á föstudag eftir að fyrirtækið opinberaði áhyggjur sínar af því að viðskiptavinir þess nýttu nú heldur ókeypis smáforrit en þjónustu Weight Watchers. Weight Watchers veitir þeim sem vilja léttast ýmis konar ráðgjöf og þjónustu.

Weight Watchers birtu nýja afkomuspá á fimmtudag þar sem fram kom að fyrirtækið spáði umtalsvert færri nýjum viðskiptavinum á þessu ári og því næsta. Ástæðan er sögð mikil aukning í framboði á ókeypis smáforritum tengdum lífstíl og megrun.

David Kirchoff, framkvæmdastjóri fyrirtækisins hefur sagt starfi sínu lausu.