Verne Holdings ehf., móðurfélag Verne Global, tilkynnti í dag að það hefur undirritað endanlegan samning um hlutafjárframlag frá Wellcome Trust. Hlutafé frá Wellcome Trust fjármagnar að öllu leyti fyrsta áfanga heildsölugagnavers Verne Global á Íslandi. Með þessari fjárfestingu verður Wellcome Trust, sem er góðgerðarsjóður á sviði heilbrigðisrannsókna með aðsetur í London, eignir að andvirði 21 milljarður Bandaríkjadala og lánshæfismatið AAA/aaa, stærsti hluthafi í Verne Holdings ehf.   Í tilkynningu vegna þessarar undirritunar segir Dominic Ward hjá fjárfestingadeild Wellcome Trust, að stórir viðskiptavinir sjái brýna nauðsyn á að draga verulega úr orkukostnaði og koltvísýringslosun gagnavera.

„Verne Global ryður nýjar brautir með því að nýta náttúrulegar og vistvænar orkulindir Íslands, í því skyni að koma böndum á losun gróðurhúsalofttegunda og vaxandi orkukostnað.“

Wellcome Trust gengur til liðs við þá fjárfesta sem fyrir eru í verkefninu, General Catalyst og Novator.

Gagnaver Verne Global rís nú á 180.000 fermetra lóð í Keflavík þar sem áður stóðu vöruhús og aðrar byggingar á vegum Atlantshafsbandalagsins. Verne Global nýtir hinar ýmsu náttúrlegu auðlindir Íslands til að bjóða viðskiptavinum gagnaversins ókeypis kælingu og 100% endurnýjanlega orku úr ríkulegum birgðum jarðvarma og vatnsafls.

„Það sem gerir okkur sérstök er að við getum boðið viðskiptavinum okkar skilvirkar og samt visthæfar lausnir á gagnaversþörfum þeirra, með því að bjóða upp á 100% kælingu á Íslandi, endurnýjanlegar orkulindir og spá um fyrirsjáanlegt orkuverð,“ sagði Jeff Monroe, forstjóri Verne Global. „Verne Global og Wellcome Trust stuðla að öflugri lausn sem veitir notendum gagnavera tækifæri til að velja visthæfan kost á samkeppnishæfu verði.“

Verne Global byggir upp fyrsta heildsölugagnaverið sem veldur engri losun koltvísýrings. Markmið Verne er að byggja upp gagnaver á völdum svæðum í heiminum sem bjóða fyrirtækjum hagkvæmasta heildarkostnað við eignarhald og 100% endurnýjanlega orku. Nú, í fyrsta áfanga framkvæmda, byggir Verne Global gagnaver á 180.000 fermetra svæði í Keflavík, svæði þar sem Atlantshafsbandalagið hafði áður aðstöðu. Hagstæðar náttúrlegar aðstæður og endurnýjanlegir orkugjafar á Íslandi gera Verne Global kleift að spara viðskiptavinum sínum allt að 100 milljónum Bandaríkjadala á næsta áratug í orkukostnaði einum. Frekari upplýsingar er að finna á www.verneglobal.com.

Um Wellcome Trust

Wellcome Trust er sjálfstæður góðgerðarsjóður sem stofnaður var samkvæmt erfðaskrá Sir Henry Wellcome árið 1936. Sjóðurinn er annar stærsti bakhjarl rannsókna í líf- og læknisfræði í heimi og hefur það hlutverk að hlúa og stuðla að rannsóknum sem bæta heilsu manna og dýra. Sjóðurinn, sem er skráður í Englandi og Wales og fer með stærsta eignasafn sjóða í Bretlandi, hefur fjárfest í margvíslegum verkefnum, samtals að upphæð 21 milljarður Bandaríkjadala skv. tölum 30. september 2009.