Wells Fargo, fjórði stærsti banki Bandaríkjanna, hefur nú klárað endurgreiðslur til bandaríska seðlabankans vegna neyðarláns sem bankinn fékk um síðustu áramót.

Bankinn fékk í einum skammt 25 milljarða Bandaríkjadali lánaða. Í byrjun desember lágu endurgreiðsluáform þeirra bankastofnananna sem enn áttu eftir að greiða af neyðarlánunum, þ.e. Citigroup og Wells Fargo, fyrir en þar með lágu fyrir allar endurgreiðslur bankanna vegna lánanna.

Wells Fargo hóf lokað hlutafjárútboð um miðjan desember og tókst að afla 12,25 milljarða dala í aukið hlutafé. Samkvæmt tilkynningu frá bankanum var það fjármagn nýtt til að endurgreiða ríkinu.

Auk þess að endurgreiða lánið greiddi Wells Fargo tæpar 132 milljónir dala í arð til yfirvalda.