Wells Fargo, einn af stærstu bönkum bandaríkjanna, hefur ákveðið að festa kaup á skrifstofuhúsnæði í London. Þetta kemur fram í tilkynningu Bankans.

Um er að ræða 11 hæða byggingu á 33 Central, King William Street. Byggingin er skammt frá Bank of England. Ekki var gefið upp hvað bankinn muni greiða fyrir bygginguna, en samkvæmt heimildum Reuters, má gera ráð fyrir 300 milljón punda samningi.

Margir hafa óttast brotthvarf stórra aðila frá London í kjölfar Brexit. Wells Fargo virðist engu að síður hafa trölla trú á bresku stórborginni.