Bandaríski viðskiptabankinn Wells Fargo áætlar nú að kaupa helsta keppinaut sinn, Wachovia bankanna á rúma 15 milljarða Bandaríkjadali.

Á fréttavef Reuters kemur fram að viðræður hafa staðið á milli Wells Fargo og Citigroup um mögulegan samruna en þeim viðræðum hefur nú verið slitið.

Ef af kaupunum verður mun sameinaður banki vera með þeim stærstu í Bandaríkjunum. Þá telja greiningaraðilar vestanhafs að Wells Fargo muni hagnast á kaupunum innan árs.

Hluthafar eiga þó eftir að samþykkja kaupinn