*

þriðjudagur, 20. október 2020
Erlent 22. nóvember 2019 13:31

WeWork fækkar um fimmtung

Aðgerðirnar koma í kjölfarið á 9,5 milljarða dollara fjárfestingu SoftBank í fyrirtækinu sem rær nú lífróður.

Ritstjórn
epa

Bandaríska fyrirtækið WeWork greindi frá því í gærkvöldi að um 2400 starfsmönnum verði sagt upp. Nemur fjöldin um 20% af heildarstarfsmannafjölda fyrirtækisins sem eru um 12.500 talsins. Þetta kemur fram í frétt Reuters

Uppsagnirnar koma í kjölfarið á 9,5 milljarða dollara björgunarpakka frá bandaríska fjárfestingabankanum SoftBank sem jafnframt er stærsti hluthafi WeWork. Fyrirtækið hefur átt erfitt uppdráttar á síðustu misserum eða allt frá því að skráningarlýsing fyrir skráningu þess á hlutabréfamarkað birtist í ágúst síðastliðnum þar sem ýmislegt misjafnt kom í ljós um rekstur fyrirtækisins eins og Viðskiptablaðið fjallaði um á dögunum. 

Sjá einnig: WeWork í vanda statt

WeWork var stofnað árið 2010 af hinum skrautlega Adam Neumann og Bandaríkjamanninum Miguel McKelvey. Í einföldu máli gengur starfsemi fyrirtækisins i út á að leigja skrifstofuhúsnæði í byggingum, setja það upp í minni einingar og leigja það svo út til einstaklinga, sprotafyrirtækja og annarra fyrirtækja til skemmri tíma. 

Sjá einnig: Skakkur á skrifstofunni

Samkvæmt frétt Reuters fengu starfsmenn sem höfðu verið hjá fyrirtækinu í yfir fjögur ár, sex mánaða starfslokasamning en þeir sem höfðu verið þar skemur fegnu fjögurra mánaða samning. Svo virðist sem sumir starfsmenn hafi einfaldlega tekið fréttunum fagnandi. Samkvæmt Reuters fóru sumir þeirra einfaldlega að hlægja við fréttirnar á meðan aðrir tóku sjálfur (e. selfies). Þá lét einn fyrrum starfsmaður hafa eftir sér að honum væri einfaldlega létt þar sem undanfarinn misseri hefðu tekið verulega á. 

Stikkorð: WeWork