Bandaríska matvörukeðjan Whole Foods, sem sérhæfir sig í lífrænt ræktuðum mat og sælkeravörum, tilkynnti í gær um kaup á minni samkeppnisaðila: Wild Oats Market.

Kaupverðið er 565 milljónir Bandaríkjadala. Með kaupunum vill Whole Foods styrkja sig í samkeppninni gegn stærri matvörukeðjum sem leggja áherslu á lífrænt ræktaðan mat í vaxandi mæli.