Julian Assange, segir WikiLeaks ætla að hjálpa tæknifyrirtækjum að vernda viðskiptavini þeirra frá upplýsingasöfnun CIA. Greint er frá málinu í New York Times.

Assange hélt rafrænan blaðamannafund í London í dag. Á fundinum fjallaði hann um meðal annars um þau tæki og tól sem leyniþjónustan notfærir sér til þess að safna upplýsingum.

Þrátt fyrir að tæknifyrirtæki séu búin að vinna hart að því að auka öryggi, virðist CIA enn hafa talsverða getu til þess að njósna um fólk sem notar til að mynda vörur frá Apple, Google, Microsoft og Cisco.

Samkvæmt New York Times býr WikiLeaks samt sem áður yfir kóðum sem CIA notar og verður þeim kóðum komið til fyrirtækjanna, svo þau geti varið sig og viðskiptavini sína frá frekari njósnum.