Á sunnudag síðastliðinn náði vefsíðan Wikipedia þeim áfanga að telja fleiri en fimm milljón greinar um alla hluti milli himins og jarðar í gagnabönkum sínum.

Þrátt fyrir þetta gífurlega magn efnis sem vefsíðan hefur safnað nær hún ekki utan um meira en 5% af heildarþekkingu mannkyns - og það er bjartsýnt mat.

Á 14 starfandi árum hefur Wikipedia skrásett 13 billjónir orða, 18 milljón heimildir og 30 terabæt af gögnum. Væri Wikipedia lesin í heild sinni á 300 orð á mínútu tæki það meira en 19 ár af stöðugum lestri.

Notendur síðunnar meta það þó sem svo að einhverjar 104 milljón greinar þurfi til að ná utan um heildarþekkingu mannkyns. 44,7 milljón greinar þyrfti til að ná utan um vísindi sem slík, og af þeim væru 25 milljónir um stjörnufræði. Þess skal þó getið að í tölunni 44,7 milljón greinar eru hvorki eðlisfræði né veðurfræði talin með - svo lokatalan er einhverju hærri.