Í gær keypti William Demant Invest A/S um 4,5% hlut í Össuri og nemur eignarhlutur þeirra nú 14,0%. Ekki liggur fyrir hver seljandi er. William Demant Invest A/S er alfarið í eigu fjárfestingarsjóðsins William Demants og Hustru Ida Emilies Fond (Oticon Foundation). Auk annarra fjárfestinga á sjóðurinn einnig meirihluta í heyrnartækjaframleiðandanum William Demant Holding A/S sem skráður er í dönsku kauphöllinni.

Þessi atburðarás er rakin í Morgunkorni Íslandsbanka en það var í byrjun júní sem danska félagið keypti 6,28% (sjá fyrri umfjöllun í Morgunkorni). Í sumar hefur félagið síðan bætt við eign sína og nam eignarhluturinn 9,5% fyrir þessi viðskipti í gær. Sænski fjárfestingarsjóðurinn Industrivärden á nú 20,5% hlut í Össuri eftir því sem næst verður komist og hefur einnig aukið við hlut sinn í sumar