William Fall, fyrrverandi bankastjóri Straums, hefur verið ráðinn yfirmaður hjá breska risabankanum  Royal Bank of Scotland. Fall mun heyra beint undir Marco Mazzuchelli sem stýrir alþjóðasviði bankans.

Eftir því sem komist verður næst er um að ræða starf yfirmanns viðskipta RBS við fjármálastofnanir, nokkurskonar starf alþjóðlegs viðskiptastjóra RBS í viðskiptum við fjármálastofnanir (e. global head of its financial institutions).

William Fall var forstjóri Straums árið 2007 en áður hafði hann verið forstjóri Alþjóðasviðs Bank of America frá árinu 2001, þar sem hann hafði yfirumsjón með og bar ábyrgð á allri starfsemi bankans utan Bandaríkjanna. Hann mótaði þá og byggði upp ólík svið bankans í 18 löndum, allt frá viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi til fyrirtækja- og millibankastarfsemi. Þessi starfsemi gat af sér verulegar rekstrartekjur og yfir 20% arðsemi eigin fjár fyrir bankann.

William Fall útskrifaðist með MA-gráðu í náttúruvísindum frá St. Catherine’s College við Cambridge-háskóla og lauk einnig BA-gráðu í dýralækningum. Hann gekk til liðs við Bank of America í janúar 1995 . Fall hætti hjá Straumi þegar hann var tekin undir skiptastjórn á síðasta ári.