Svona lítur það út, hið nýja stýrikerfi Microsoft. Það er hannað með spjaldtölvur í huga en virkar eins í hefðbundnum borðtölvum.

Kerfið var kynnt í dag og verður hægt að festa á því kaup frá og með morgundeginum. Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, sýndi VB sjónvarpi helstu eiginleika hins nýja stýrikerfis.

Allar upplýsingar um stýrikerfið má nálgast á vefsvæði Microsoft auk kynningarmyndbands um stýrikerfið.