Winklevoss tvíburarnir sem stóðu í málaferlum við Mark Zuckerberg vegna þess að þeir töldu hann hafa stolið hugmyndinni að Facebook frá þeim. Frá þessu er greint á vef breska dagblaðsins Independent.

Tvíburarnir sem sömdu við Zuckerberg um greiðslu til þess að ljúka málaferlunum upp á 65 milljónir dala eru sagðir hafa fjárfest um 11 milljónum dala í Bitcoin þegar verðið var um 120 dalir. Nú er það orðið um 11,500 dalir og eign þeirra orðin meiri en 1 milljarður dala.

Miklar hækkanir á Bitcoin hafa gert marga að milljónamæringum en Winklevoss tvíburarnir eru taldir fyrstu opinberu persónunarnar til þess að verða milljarðarmæringar af viðskiptum með rafmyntina.

Tyler Winklevoss sagði við Financial Times árið 2016 að bræðurnir sæju Bitcoin eiga möguleika á að verða stærsti samfélagsmiðill í heimi.