Þýska fjártæknifyrirtækið Wirecard hefur sótt um gjaldþrotameðferð (e. insolvency proceedings) rúmri viku eftir að endurskoðendur fundu 1,9 milljarða evra holu í efnahagsreikningi félagsins .

Fyrirtækið sagði fyrr í dag það hefði lagt inn umsókn til þess að hefja gjaldþrotaskipti í héraðsdómi í Munchen. Það vísaði í „yfirvofandi gjaldþrot og of mikla skuldsetningu“ fyrirtækisins.

Lokað var fyrir viðskipti með hlutabréf Wirecard fyrir tilkynninguna, samkvæmt frétt WSJ . Gengi bréfanna hafa fallið um tæp 90% á einni viku og markaðsvirði fyrirtækisins hefur lækkað um rúmlega 12 milljarða evra.

Markus Braun, fyrrum forstjóri Wirecard, var handtekinn fyrr í vikunni, vegna gruns um bókhaldssvik og markaðsmisnotkun .