Fyrirtækið Fossadalur á Ísafirði hefur undanfarið unnið að hönnun og þróun íslenskt fluguveiðihjól. Það hefur orðið sú breyting á að fyrirtækið sem stendur að hönnun og framleiðslu Wish veiðihjólanna mun hér eftir markaðssetja hjólin undir vörumerkinu Einarsson í höfuðið á Steingrími Einarssyni stofnanda félagsins.

Í upphafi sá fyrirtækið Rennex, sem stofnað var í lok árs 2000, um smíðina en þá skapaðist loks möguleiki á að smíða eigin hjól til að veiða með silung og lax.

Nú hafa aftur orðið vatnaskil, stofnað hefur verið sér félag um hjólin og þannig verður í fyrsta sinn hægt að einbeita sér að frekari hönnun og markaðssetningu.

Wish hjólin frá Einarsson eru mikið endurbætt í 2009 útgáfunni en unnið hefur verið að þróun nýrrar tegundar bremsubúnaðar fyrir veiðihjól. Enn sem komið er eina framleiðsluvaran fluguhjólin Wish.

Fyrirtækið hyggst kynna nýja bremsutækni seinna á þessu ári en mikil vinna hefur verið lögð í hönnun og þróun á þessari nýju tækni. Prófanir munu fara fram í sumar vítt og breitt og auk Íslands verða hjólin prófuð í Rússlandi, Noregi og í sjávarveiði á Kúbu.

Um er að ræða algjörlega nýja hugsun í bremsum á veiðihjólum almennt og segja forráðamenn félagsins að um byltingarkennda tækni sé að ræða sem mun nýtast sérstaklega vel við fluguveiði, bæði í ám og sjó.