Ungverska lággjaldaflugfélagið Wizz Air hefur bætt við þremur nýjum flugleiðum til Evrópu frá London Luton Airport. Mun flugfélagið hefja beint flug þaðan til Aþenu, Bari og Keflavíkur næsta vor, en flugið til Keflavíkurflugvallar hefst í apríl 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu, en ISAVIA greinir einnig frá .

Til að byrja með verður flogið fjórum sinnum í viku en frá september hyggst félagið fljúga daglega. Wizz Air, sem er stærsta lággjaldaflugfélag Mið- og Austur-Evrópu, hóf flug til Keflavíkurflugvallar í júní 2015. Lundúnir eru tíundi áfangastaður flugfélagsins frá Keflavíkurflugvelli og árið 2018 mun félagið bjóða 500.000 flugsæti frá flugvellinum.

Nýju flugleiðirnar eru hluti af auknum umsvifum Wizz Air í Bretlandi. Flugfélagið opnaði nýverið söluskrifstofu á Bretlandi og áformar að stækka flugvélaflota sinn við London Luton úr einni vél í sjö. Þar á meðal eru tvær Airbus A321 vélar.

Wizz Air er annað stærsta flugfélagið á London Luton flugvellinnum í farþegaflutningum. Flugfélagið er þriðja umsvifamesta félagið á Keflavíkurflugvelli.