Lággjaldaflugfélagið Wizz Air hefur lagt inn pöntun fyrir 102 flugvélar frá Airbus. Flugvélarnar, þar af 75 af gerðinni A321neo og 27 af gerðinni A321 XLR, verða afhentar á árunum 2025-2027.

Í tilkynningu Wizz segir að „undir vissum kringumstæðum“ muni flugfélagið geta eignast nítján A321neo vélar til viðbótar. Þar að auki er félagið með kauprétt út næsta ár á 75 A321neo vélum sem afhentar yrðu á árunum 2028-2029.

Haft er eftir József Váradi, forstjóra Wizz, að engar aðrar flugvélar á markaðnum geti keppt við Airbus A321neo vélarnar sem voru teknar í notkun fyrir tveimur árum.

„Með næstu kynslóð flughreyfla, þá hafa þær reynst leikbreytirinn (e. game-changer) sem við spáðum fyrir þegar við lögðum inn fyrstu pöntunina árið 2015. Það mikilvægasta er þó að þær eru langsparneytnustu og hagkvæmustu flugvélarnar í sínum flokki,“ segir Váradi í tilkynningu Wizz.

Hann heldur því jafnframt fram að ef öll evrópsk flugfélög myndu taka upp A320/1 flugvélarnar frá Airbus og reka þær á sambærilegan hátt og Wizz þá myndu losun iðnaðarins á CO“ minnka um 34% á einni nóttu.

Ungverska flugfélagið lafði fram yfirtökutilboð í easyjet í september síðastliðnum en tilboðinu var hafnað af stjórn síðarnefnda félagsins.