Yfir 200 Woolworths verslanir í Bretlandi hafa nú þegar lokað dyrunum, og táknar það endalok verslunarkeðjunnar eftir 99 ár á High Street í London.

Ef ekki verður fyrir einhverskonar töfrabjörgun á síðustu stundu mun þeim 600 verslunum sem eftir eru verða lokað fram til 5. janúar með þeim afleiðingum að um 27.000 starfsmenn missa vinnuna.

Verslanir Woolworths í Prestwick, Liverpool, Llandudno, Sutton Coldfield og Gateshead eru meðal þeirra sem hafa nú þegar lokað.

Verslunarkeðjan fór í þrot í síðasta mánuði en skuldir hennar nema um 385 milljónum punda.

Um 200 verslanir loka 30. desember, 200 loka 2. janúar og þær sem eftir eru þá loka 5. janúar.