Breska verslunarkeðjan Woolworths, sem að hluta til er í eigu Baugs, á nú í viðræðum við ráðgjafafyrirtækið Hilco um að sölu á einhverjum af verslunum sínum.

Fram kemur í frétt breska blaðsins The Daily Telegraph að Woolworths eigi í miklu fjárhagserfiðleikum og sé nú að leita leiða til að styrkja eigin stöðu. Hlutabréf í Woolworths hafa lækkað um 70% það sem af er ári.

Þá greinir Telegraph frá því að Baugur hafi lengi viljað brjóta félagið upp og selja hluta þess.

Woolworths rekur um 800 verslanir víðsvegar um Bretlandseyjar og er ein af stærstu keðjunum þar í lanndi. Telegraph greinir frá því að stjórnendur félagsins hafi verulegar áhyggjur af jólatíðinni í ár en það er sá tími sem hvað mesti hagnaður Woolworths verður til.

Sjá frétt Telegraph.