Gengi bresku matvörukeðjunnar Woolworths hækkaði um allt að 23% í morgun eftir að yfirtökutilboði í verslunarrekstur keðjunnar var hafnað í gær .

Tilboðið var sett fram af hópi fjárfesta undir stjórn stofnanda Iceland, Malcolm Walker.

Í yfirlýsingu sem stjórn Woolworths sendi frá sér í dag er því haldið fram að yfirtökutilboðið meti ekki undirliggjandi verðmæti reksturs og eigna Woolworths með fullnægjandi hætti.

Fram kemur á vef Bloomberg að félagið hefur ekki hækkað jafn mikið í þrjú og hálft ár.