Tap bresku verslunarkeðjunnar Woolworths nam 99,7 milljónum punda, fyrir skatta, á fyrri helmingi ársins.

Á sama tímabili á síðasta ári nam tapið 63,8 milljónum punda. Sölutekjur keðjunnar drógust saman um 3% á tímabilinu eða um 1,11 milljarð punda.

Í tilkynningu frá keðjunni kemur fram að forsvarsmenn hafa fulla trú á auknum hagnaði á næstu misserum. Þá séu fleiri verslanir í deiglunni og mun félagið á næstunni einbeita sér að minni og meðalstórum verslunum.