Fyrirtækið Laugar ehf., sem rekur líkamsræktarstöðvar World Class hér á landi, hagnaðist um 140 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 77,4 milljóna tap árið áður. Sala vöru og þjónustu jókst um 30% á milli ára en hafði dregist saman um 30% árið áður.

Faraldurinn hafði nokkur áhrif á félagið í fyrra. Þannig var félaginu gert að loka æfingastöðvum sínum í fimm vikur auk þess sem takmarkanir voru á starfseminni þegar þær voru opnaðar aftur. Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir eiga 36,6% hvort í félögunum en Sigurður Leifsson fer með 26,8% hlut.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.