World Class er á meðal fjögurra til fimm fyrirtækja sem hafa sýnt því áhuga að koma að rekstri líkamsræktarstöðvar í Sundhöll Selfoss. Á meðal hinna eru Sportstöðin á Selfossi og Nautilius, sem m.a. rekur líkamsræktarstöðvar í sundlauginni í Kópavogi, Hafnarfirði, Salalaug í Kópavog, Álftanesi og í Vestmannaeyjum.

Fram kemur í Sunnlenska fréttablaðinu í dag að fyrirhugað er að stækka við húsnæði Sundhallarinnar á Selfossi og koma þar upp líkamsræktaraðstöðu. Framkvæmdirnar eru á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Árborga næstu þrjú árin.

Í blaðinu kemur fram að undirbúningshópur sem vinni að stækkun sundlaugarinnar fundi um málið á morgun. Hópnum er ætlað að skila tillögum til bæjarráðs Árborgar.

Áform World Class á Selfossi eru ekki einu skref fyrirtækisins til þessa. Fyrirtækið vinnur sömuleiðis að því að taka í notkun nýjan sal í stöð World Class við Kringluna.