WOW air áformar áætlunarflug til Salzburg í Austurríki seinni hltua desember í samvinnu við tvær íslenskar ferðaskrifstofur. Stefnt er að því að fljúga til Austurríkis vikulega á laugardögum fram til loka febrúar á næsta ári.

Salzburg er við norðurhluta Alpanna og mjög nálægt helstu skíðasvæðum Austurríkis.

© BIG (VB MYND/BIG)

Fram kemur í tilkynningu frá Wow air að

Haft er eftir Baldri Baldurssyni, framkvæmdastjóra Wow air, að Salzburg sé spennandi áfangastaður. Það fæddist m.a. tónskáldið Mozart.

Áætlunarflug WOW air hefst í byrjun júní og verður flogið til 14 borga í Evrópu.

Wow air leigir tvær Airbus A320 flugvélar sem eru 168 sæta og munu þær sinna áætlanaflugi félagsins . Vélarnar eru með auknu sætarými og fótaplássi fyrir farþega. Vélarnar eru leigðar frá félaginu Avion Express.